Drengur
Fimmtudagurinn 10. júlí 2008 kl. 13:10
Flokkur: Drengblog
Windows búið
Frá og með deginum í dag rukka ég kr. 6.500- fyrir klukkutíman í Windows tengdri tölvuvinnu. Ég hef unnið ókeypis í u.þ.b. 15 ár og ég nenni því ekki lengur. Hef heldur ekki tíma. Ég skal hjálpa ykkur að mála sólpallinn eða við að flaka fisk. Ekki meira Windows fyrir mig takk.
Ég skal hjálpa ykkur með Linuxið án endurgjalds áfram. Ekki vegna þess að mér finnst það skemmtilegt heldur eingöngu vegna þess að ég er að reyna að vera virkur neytandi. Hinsvegar hættir öll slík hjálp þegar Linux er komið með yfir 49,9% markaðshlutdeild… s.s. aldrei.

Vesen 2009

