Punduli
Fimmtudagurinn 14. ágúst 2008 kl. 20:26
Flokkur: Spjaldið
Sko, þau eiga við mismunandi hluti. Hár er notað sem mælieining á þykkt. Þó er aðeins hægt að nota það ef hluturinn sem er verið að mæla sé örþunnur og þá getur hann einungis verið af sömu þykkt og eitt hár, aldrei minna. Laukur er aftur á móti notaður til að mæla fjölda. Þar sem að helsti eiginleiki lauks er að vera alltaf jafn mikið af sjálfum sér, þótti tilvalið að nota hann í að vera örugg eining fyrir fjölda. Til dæmis eru 50 stykki af ígulkerum jafn mikið og 50 stykki af laukum. Því er mjög þægilegt að segja 50 laukar ígulker, því þá veit maður að um 50 stykki er alveg örugglega að ræða.
Vesen 2009