Punduli
Þriðjudagurinn 4. september 2012 kl. 12:29
Flokkur: Spjaldið
Eitt sem fer mikið í taugarnar á mér er útskráningarferlið hjá Gmail.
Í örugglega annað hvert skipti ýti ég á Sign Out virðist allt gerast eðlilega nema notendanafnið er ennþá inni og maður er í raun ekki útskráður. Svo þegar ég fer aftur á Gmail í sömu tölvu þá skráist ég inn sjálfkrafa, eins og ég hefði aldrei skráð mig út.
Mig grunar, þó að þær grunsemdir eru bara byggðar á fyrri reynslu minni af slímugum stórfyrirtækjum, að þeir gera þetta meðvitað til að geta fylgst betur með netnotkun fólks. Ég vafra vefinn nefnilega mjög sjaldan þegar að ég er skráður inn á Gmail og því fá þeir aldrei þær upplýsingar frá mér.
Í örugglega annað hvert skipti ýti ég á Sign Out virðist allt gerast eðlilega nema notendanafnið er ennþá inni og maður er í raun ekki útskráður. Svo þegar ég fer aftur á Gmail í sömu tölvu þá skráist ég inn sjálfkrafa, eins og ég hefði aldrei skráð mig út.
Mig grunar, þó að þær grunsemdir eru bara byggðar á fyrri reynslu minni af slímugum stórfyrirtækjum, að þeir gera þetta meðvitað til að geta fylgst betur með netnotkun fólks. Ég vafra vefinn nefnilega mjög sjaldan þegar að ég er skráður inn á Gmail og því fá þeir aldrei þær upplýsingar frá mér.
Vesen 2009