Drengur
Föstudagurinn 11. maí 2007 kl. 13:50
Flokkur: Drengblog
Eurovision
Vestur-Evrópubúar eru gríðarlega hneykslaðir á niðurstöðum kosninga í undankeppni Eurovision í gærkvöldi. Þeir eru margir hverjir vissir um að samsæri Austur-Evrópubúa til að kjósa hvern annan út standi ágætum lögum úr Vestur-Evrópu fyrir þrifum.
Ég skal ekkert um þetta segja. En hitt verð ég að segja að þessi undankeppni var fyrir mér besta Eurovision frá upphafi. Það er einfaldlega vegna þess að loksins, loksins, loksins er vottur af fjölbreytni í keppninni. Nokkrar stefnur áttu fulltrúa sinn og sum lögin voru ágæt.
Ég er þó hræddur um að fjölbreytnin í úrslitakeppninni verði ekki jafn mikil.
Vesen 2009

