Reglulega birtast fréttir af einhverjum tölvuleik sem þykir stangast á við fyrirframgefin siðferðissjónarmið. Nýjasta dæmið er að finna í Morgunblaðinu í dag. Þar er umfjöllun um ‘Nauðgunarþjálfun á Netinu.
Morgunblaðið vísar þar til hins japanska RapeLay tölvuleiks sem mér skilst að gangi út á að sýndar-nauðga með rafrásum teiknuðum fígúrum á skjánum. Þetta kemur eflaust engum af minni kynslóð sérlega á óvart en ég skil hinsvegar mjög vel að sumir sjokkerist yfir þessu. Morgunblaðið gerir eflaust um þetta frétt, og setur á baksíðu, einmitt vegna stuðandi eiginleika þessarar fréttar. Þeir setja þetta upp á þann hátt að um nauðgunarþjálfun sé að ræða.
Morgunblaðið tekur einnig fram að á íslenskri síðu megi nálgast þennan leik og vísar þar til Torrent.is sem heldur gagnagrunn yfir deiliskrár, svokallaða torrenta, skráðra notenda. Kaldhæðni örlaganna er sú að á þessari sömu síðu má nálgast leiknar klámmyndir þar sem settar eru á svið nauðganir sem og allskyns hlutir sem mér þykja sjálfum miklu ‘verri’.
Það dilst engum sem kannað hefur króka og kima mannlegs samfélags að þar leynist margur skrítinn hluturinn. Internetið endurspeglar þetta en bætir við leitareiginleikum. Hver svo sem á annaðborð vill finna einhvern sora á væntanlega hægast um vik að framkvæma slíka leit á stafrænu formi á Internetinu.
Það er í raun fyrst og fremst þar sem Internetið er öðruvísi en aðrir angar mannlegs samfélags. Það má finna allan fjandann á hrikalega áreynslulausan máta. Morgunblaðinu, líkt og öðrum fjölmiðlum, tekst stundum að finna eitthvað sem þeir halda að fólki misbjóði.
Er leikur þar sem er nauðgað verri en leikur þar sem saklaust fólk er hakkað í spað? Er leikur þar sem saklaust fólk er hakkað í spað verri en leikur þar sem skjaldbökum er misþyrmt af Stalín? Er leikur þar sem skjaldbökum er misþyrmt verri en leikur þar sem maður bjargar mannfólkinu frá útrýmingu? Er leikur sem gengur út á frelsun mannkyns betri en leikur sem gengur út á að níðast á górillu í útrýmingarhættu?
Þetta eru pælingar. Í ljósi fréttar af einum af fjölmörgum japönskum nauðgunarleikjum dettur manni strax í hug nokkur dæmi þess hvernig tölvuleikir hafa vakið óhug.
Þessi leikur gerði allt vitlaust enda augljóst mál að síðan hann var gefinn út hefur fólk keyrt um stræti og torg til þess eins að klessa á saklausa vegfarendur. Eða hvað?
Þessi á klárlega sök á aukinni kvennfyrirlitningu og klámi og viðbjóði. Enda er augljóslega um að ræða þvílíkan sora að annað eins… maður bara áttar sig ekki á þessu!
Íkveikjur hafa stóraukist eftir að þessi kom út!
Hvort kom á undan þetta eða þetta? Þetta eða þetta?
Einn og sér gerir tölvuleikur engan skaða. En blandaðu tölvuleik saman við afskipt börn, samfélagslegt óöruggi, geðsjúkdóma, heilaþvott og óheilbrigði ýmiskonar og þá getur eitthvað gerst. Tölvuleiknum er svo kennt um.