Drengur
Sunnudagurinn 27. maí 2007 kl. 18:20
Flokkur: Drengblog
Homo Sapiens - hinn löggilti fasteignasali
Við mægðinin erum þekktir snillingar. Sem slíkir getum við gengið í störf hinna ýmsu stétta og gildir þá einu hvort um lögvarin starfsheiti er að ræða ellegar ekki. Í dag fetuðum við í fótspor fasteignasala og undirbjuggum allskyns pappíra í kringum kaup og sölu fasteigna. Útkoman var í heimsklassa.
Næsta viðfangsefni okkar verður líklega að taka að okkur störf kvikmyndagagnrýnenda og gefa álit okkar á þriðju sjóræningjamyndina um Jack Sparrow og vini. Búast má við mjög fágaðri álitsgerð.
Vesen 2009