Leit í Spjaldfærslum
Leit í færslum þar sem...
Vinir
Engir vinir hafa verið skráðir. Hægt er að senda vinabeiðni úr listanum yfir tengda notendur.
Þú þarft að vera skráður inn til að geta skráð vini.
Ýmislegt um Spjaldið
Hvað er Spjaldið?
Spjaldið er rauntíma samskiptalausn, það býður upp á spjall, margmiðlunarmiðlu (mynd/vídeó/hljóð), tungumálaþýðingu og margt fleira.
Spjaldið er alsherjar margmiðlunarsamskiptalausn sem kýlir aðrar margmiðlunarsamskiptalausnir í magan.
Hvernig er hægt að senda inn gögn?
Í vefviðmótinu..
Hægt er að senda inn allar gerðir af skjölum með færslum á Spjaldinu sjálfu. Útvíkkið "Viðhengi" svæðið fyrir neðan
textaritilinn til að sjá upload box. Hægt er að senda inn mörg skjöl í sömu færslu. Myndir fá sjálfkrafa thumbnail.
Með tölvupósti...
Sendið skrár sem viðhengi í tölvupóst á
spjald@spjald.org.
Þær munu þá vera verkaðar og birtar á Spjaldinu innan örfárra mínútna (ca. 1-5). Ef viðhengi er vídeó skrá er sjálfkrafa
útbúinn FLV útgáfa af skránni og birtur Flash player í spjaldfærslunni til að spila myndskeiðið.
Sama gildir um hljóðskrár (t.d. wav/amr/mp3), mp3 útgáfa er útbúin fyrir þær og player birtur.
Alltaf fylgir linkur á upprunalegu skránna.
Úr GSM síma...
Með MMS skeyti...
Skráið viðtakanda sem "spjald@spjald.org". (Sjá Með tölvupósti hér að ofan).
Gott ráð: Skráið netfangið í símaskrá símans til að geta fljótlega sent myndir/vídeó/hljóðupptökur þegar þörf er á.
Með tölvupósti...
Setjið upp POP eða IMEI tölvupóstaðgang í símanum, nánast allir GSM símar í dag bjóða upp á það.
Til þess þarftu að hafa upplýsingar um póst server, og notendanafn og lykilorð netfangs sem á að nota.
Sendið svo tölvupóst með viðhengi og skráið viðtakanda sem "spjald@spjald.org". (Sjá Með tölvupósti hér að ofan).
Þessi kostur hefur það fram yfir MMS sendingar að þú borgar minna til símfyrirtækisins og stærð sendingar er ekki takmörkuð.
Gott ráð: Skráið netfangið í símaskrá símans til að geta fljótlega sent myndir/vídeó/hljóðupptökur þegar þörf er á.
Sem bein útsending úr síma (video stream)...
Settu upp Movino forrtið á símanum þínum, það má nálgast
hér.
Svo þarf að stilla það rétt:
Video type: | JPEG hefur reynst vel.
|
Video size/quality: | Stillið eftir því hvað nettenging leyfir.
|
Audio type: | Ekki stilla á PCM, það er tekur mikla bandvídd og er hægvirkt.
|
Author: | Spjald notandanafn
|
Title: | Ef stillt þá birtist textinn með straumnum á Spjaldinu.
|
Archive stream: | Ef stillt á Yes þá er straumur skráður sem færsla á Spjaldið eftir að honum líkur.
|
Server: | spjald.org
|
Port: | 30710
|
Þegar forritið tengist servernum byrjar það að streyma og þá byrjar bein útsending á Spjaldinu um leið.
Færslur sem eru skráðar á Spjaldið poppa upp í rauntíma í forritinu þegar verið er að streyma.
Hvaða er sniðugt?
Lesa upphátt
Smellið á
táknið á hægri hlið spjaldfærslu.
Þá birtist m.a. takki "Lesa upphátt", ef ýtt er á hann mun talgervill lesa færsluna upphátt (krefst Flash).
Undir "Stillingar" er hægt að velja að láta allar færslur vera lesnar upphátt sjálfkrafa um leið og þær detta inn.
Translate
Smellið á
táknið á hægri hlið spjaldfærslu.
Þá birtist m.a. takki "Translate", ef ýtt er á hann er færslan þýdd á annað tungumál.
Hvaða tunglumál er þýtt á er hægt að stilla undir "Stillingar" flipanum.
Þar er líka hægt að velja að láta þýða allar færslur sjálfkrafa (Auto-translate).
Teiknislímir
Í Teiknislímirnum er hægt að teikna myndir og senda þær inn á Spjaldið eða sækja sem skrá.
Samteiknir
Samteiknirinn er eins og Teiknislímirinn nema að þar geta allir teiknað saman í einu.
Myndskeiðasíða
Hér eru öll myndskeið sem hafa verið send inn á Spjaldið á einum stað. Hægt að leita eftir t.d. notandanafni.
Panorama mynd er sjálfkrafa útbúin fyrir öll vídeo sem eru send inn, þau má sjá undir "Panóröm".
Einkaskilaboð
Ef þú ert skráður notandi þá geturðu skráð fólk sem vini þína, þá gefst ykkur kostur á að senda hvor öðrum skilaboð sem enginn annar sér.
Tölfræði
Tölfræðisíðan sýnir yfirlit yfir afrakstur virkustu notenda og ýmsar yfirlitstölur fyrir Spjaldið. Einnig gröf yfir virkni í gegnum tíðina.
Richter
Richter er spjallþjarkur sem lærir af því sem er skrifað á Spjaldið.
Hann notar Markov keðju algrím og spagettíkóða til að útbúa næringarsnautt hugsanafrauð.
Úr hverju er Spjaldið?
Athugasemdir? Spurningar?
Frekari upplýsingar skal vitja með því að ávarpa Dr. Apa eða Kaftein á Spjaldinu. Njótið heil.